Hannaði og smíðaði jólatré handa bekknum

Ritstjórn Fréttir

Að þessu sinni var lögð áhersla á það við jólaskreytingar í skólanum að endurvinna sem mest, nota náttúruvænt efni og hugmyndaflugið og kosta litlu til í peningum. Meðal efnis sem notað var má til dæmis nefna gamlar, afskrifaðar bækur og blöð, köngla, trjágreinar, herðatré, o.fl. auk skrauts frá fyrri árum. Margar skemmtilegar og fallegar skreytingar prýða nú skólann. Þetta fallega og frumlega jólatré hannaði og smíðaði Bastian Orri Claes nemandi í 6. bekk. Hann notaði mótatimbur sem undirstöðu, tálgaði stofninn úr víði, negldi á hann birkigreinar og skreytti með heimatilbúnum jólapokum og kúlum og gömlum skrautborðum. Hurðaskrautið á neðri myndinni er gert úr gamalli bók sem hafði verið afskrifuð á skólabókasafninu.