Haustþing Kennarafélags og Skólastjórafélags Vesturlands

Ritstjórn Fréttir

Haustþing Kennarafélags Vesturlands og Skólastjórafélags Vesturlands verður haldið í Grundaskóla á Akranesi föstudaginn 15. september næstkomandi. Fyrirlesarar eru að þessu sinni sálfræðingarnir Helgi Héðinsson sem fjallar um hvernig þrífast megi í krefjandi starfi og Pálmar Ragnarsson sem fjallar um jákvæð samskipti í starfi með börnum. Fjölbreytt örnámskeið og málstofur verða í boði. Dagskránni lýkur á kjarasamningsumræðum í umsjón Félags grunnskólakennara og aðalfundi Kennarafélags Vesturlands.
Af þessum sökum fellur kennsla niður á föstudaginn.