Heimsókn í MB

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 24. febrúar bauð Menntaskóli Borgarfjarðar nemendum í níunda og tíunda bekk í heimsókn. Nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar var einnig boðið. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur menntaskólans tóku að sér hlutverk gestgjafa og kynntu skólann. Kennarar höfðu sett upp ýmsar stöðvar til að kynna námið í skólanum. Að endingu var svo boðið upp á dýrindis kjúklingaborgara í mötuneytinu. Nemendur létu vel af heimsókninni og eru margs vísari um nám og störf í Menntaskóla Borgarfjarðar.