Kvenfélag Borgarness hélt fyrsta fund sinn á þessu hausti í skólasafninu fyrir skömmu. Konurnar skoðuðu safnið og kynntu sér starfsemi þess og hlutverk. Kvenfélagið færði skólasafninu 100 þúsund króna styrk til bókakaupa og verður honum varið til kaupa á nýútkomnum barna- og ungmennabókum. Nemendur og starfsfólk skólans kunna sannarlega að meta þessa höfðinglegu gjöf og hlýhug sem henni fylgir og færa Kvenfélaginu bestu þakkir.