Hreinsunarátak

Ritstjórn Fréttir

Dagana 18. – 27. apríl stendur yfir sérstakt hreinsunarátak í Borgarbyggð. Grunnskólinn tekur að sjálfsögðu þátt í átakinu. Fimmtudaginn 27. apríl munu nemendur og starfsfólk fara út og taka til hendinni í næsta nágrenni skólans. Stórum gámum hefur verið komið fyrir á skólalóðinni og stefnt er að því að allt rusl á svæðinu endi í þeim.
1. – 4. bekkir verða á ferðinni á milli klukkan 10 og 11 og 5. – 9. bekkir frá 10.40 – 11.40. Nemendur 10. bekkjar taka ekki þátt að þessu sinni þar sem þeir verða í starfskynningu þennan dag.
Nemendur hreinsa eftirtalin svæði: 1. bekkur – Skallagrímsgarður, 2. bekkur Brattagata – Egilsgata að hóteli, 3. og 4. bekkur Englendingavík og Settutangi, 5. bekkur Kveldúlfsvöllur og fjaran við lögreglustöðina, 6. bekkur – Þorsteinsgata og Kjartansgötuvöllur, 7. bekkur – skólalóðin og umhverfis Óðal, 8. bekkur – göngustígur neðan við Kjartansgötu og að Klettaborg, fjörustígurinn, 9. bekkur – umhverfis íþróttahús og klettarnir við áhorfendasvæðið.