Hreinsunardagur

Ritstjórn Fréttir

Sú góða hefð hefur skapast í grunnskólanum að hafa hreinsunardag að vori. Þá taka nemendur og kennarar grunnskólans til hendinni og tína rusl í nágrenni skólans. Að þessu sinni verður hreinsunardagurinn föstudaginn 27. apríl. Þá mun 1. bekkur tína rusl í Skallagrímsgarði, 2. bekkur í Bröttugötu og Egilsgötu, 3. og 4. bekkur sjá um Englendingavík og Settutanga, 5. bekkur Kveldúlfsvöll og Löggufjöruna, 6. bekkur hreinsar Kjartansgötuvöllinn, 7. bekkur Þórólfsgötu upp að mastri, 8. bekkur fjörustíginn frá Kjartansgötu að Klettaborg og loks sjá 9. og 10. bekkir um íþróttavöllinn og klettana ofan hans.
Skipulag hreinsunarinnar er í höndum umsjónarkennara og ráða þeir tímasetningu.