Stjórn nemendafélags grunnskólans stóð fyrir hrekkjavökuböllum fyrir nemendur á yngsta stigi og miðstigi þann 31. október. Böllin voru haldin í Óðali, þar var dansað og farið í leiki. Búningar krakkanna voru hreint ótrúlega fjölbreyttir og förðunin fyrsta flokks en hana sáu eldri nemendur um. Mikil ánægja var meðal nemenda með þetta tiltæki.