Hreyfingar- og heilsudagar

Ritstjórn Fréttir

Í stað þess að skólinn taki þátt í lífshlaupinu að þessu sinni hefur verið ákveðið að efna til okkar eigin hreyfingar- og heilsudaga. Heilsuteymi skólans hefur sett upp þrjár brautir sem nemendur og starfsfólk eru hvött til að spreyta sig á að lágmarki einu sinni á dag næstu 2 vikur eða fram til 19. febrúar.

Braut 1: Gengið frá skóla niður í Skallagrímsgarð. Þar er að finna æfingaplan á bekknum við gosbrunninn. Að loknum æfingunum er haldið á Bjössaróló þar sem finna má æfingaplan við bláu róluna. Loks er haldið í Englendingavík og gerðar æfingar sem þar er að finna við bekk undir klettunum. Brautinni er lokið með því að ganga upp í skóla.

Braut 2: Gengið frá skóla niður á Skallagrímsvöll. Þar hlaupa menn eða ganga mismunandi vegalengdir. Yngsta stig fer 3 hringi á vellinum, miðstigið 5 hringi og unglingastig fer 7 hringi. Brautinni lýkur með því að gengið er upp í skóla að nýju.

Braut 3: Gengið er niður á Skallagrímsvöll og að stiganum sem liggur upp á skólalóðina. Gengið er upp og niður stigann. Yngsta stig fer 2 ferðir, miðstig fer 4 ferðir og unglingastig fer 6 ferðir.