Hundrað daga hátíð

Ritstjórn Fréttir

Hin árlega hundrað daga hátíð var haldin föstudaginn 26. janúar. Frá skólabyrjun á hausti er lögð áhersla á tuga og einingar á yngsta stigi og dagar og vikur talin þar til hundraðasta skóladeginum er náð. Þá er hundrað daga hátíðin haldin. Þá vinna nemendur á marga vegu með tugakerfið, leysa þrautir og fara í leiki sem tengjast því eða tölunni hundrað með einhverjum hætti. Unnið var á þremur starfsstöðvum og sérstök áhersla lögð á íslensku, stærðfræði og hreyfingu. Nemendur gæddu sér loks á góðgæti á borð við rúsínur, popp, seríós og ýmiss konar snakk sem allt var vandlega talið, 10 stykki af hverri sort þar til hundraðinu var náð.