Hvað kosta jólin – þemadagur á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 9. desember var sérstakur þemadagur á unglingastigi.  Þemað var að þessu sinni stærðfræði og verkefnið sem nemendur unnu bar heitið „Hvað kosta jólin?“
Nemendur unnu í pörum og fólst verkefnið í að gera kostnaðaráætlun fyrir fjögurra manna fjölskyldu fyrir  aðfangadag. Reiknaður var út kostnaður við mat allan daginn, gjafir, fatnað og loks jólatré og skraut á það.
 9. og 10. bekkur  unnu verkefnið í exel og útbjuggu glærukynningu í power point.  Nemendur 8. bekkjar gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum á veggspjöldum. Niðurstöður verða kynntar í stærðfræðitímum á næstu dögum.