Hvaða bók langar þig í?

Ritstjórn Fréttir

Þessa vikuna standa yfir kosningar á bókasafninu um vinsælustu jólabækurnar. Nemendum gefst kostur á að greiða atkvæði þeirri bók sem þá langar mest til að eiga. Að loknum kosningum verður nafn eins kjósanda dregið út og fær hann óskabókina sína að launum. Tekið verður mið af niðurstöðum kosninganna við bókainnkaup í byrjun árs. Kjörsókn er þokkaleg enn sem komið er en vonast er til að hún glæðist þegar líða tekur á vikuna.
Á myndinni má sjá vinkonur úr 3. bekk velta vöngum yfir hvaða bók þær gætu helst hugsað sér að eignast og lesa.

photo