Hvenær á barnið að fara í háttinn?

Ritstjórn Fréttir

Svefn gefur líkamanum tækifæri til þess að hvílast og endurnærast. Heilinn fær hvíld til að vinna úr upplýsingum, tilfinningum og hugsunum og er svefn því nauðsynlegur til þess að viðhalda góðri heilsu og líðan. Samtökin Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hafa sett fram leiðbeinandi viðmið um svefntíma barna og unglinga. Viðmiðin má sjá á meðfylgjandi mynd sem tilvalið er að kynna sér.