Í berjamó er gaman

Ritstjórn Fréttir

Nemendur unglingastigs fóru á dögunum ásamt kennurum sínum í berjamó í Hafnarskógi. Tíndir voru um tíu lítrar af bláberjum en áætlað er að talsvert meira magn hafi ratað í munn og maga berjatínslufólks. Uppskeran verður svo sultuð í heimilisfræðitíma á næstunni.