Illa gekk að þreyta samræmdu prófin

Ritstjórn Fréttir

Samræmd próf í 9. bekk voru lögð fyrir í síðustu viku. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum reyndist erfiðleikum bundið fyrir nemendur að taka prófin sem öll voru á rafrænu formi. Nemendur okkar mættu í prófin en misjafnlega gekk að leysa þau hér eins og annars staðar. Krakkarnir eiga hrós skilið fyrir þolinmæði og þrautseigju. Hvert framhaldið á þessu máli verður kemur vonandi í ljós á næstu dögum.