Jólabókahappdrætti skólasafnsins

Ritstjórn Fréttir

Sú hefð hefur skapast að efna til jólabókahappdrættis á skólasafninu á aðventu. Nemendur skrá nafn þeirrar jólabókar sem þeir helst óska sér og setja í pott. Vinningshafinn fær svo bókina að gjöf frá skólasafninu. Að þessu sinni var það Kacper Stankiewicz í 6. bekk sem datt í lukkupottinn. Bókin sem hann óskaði sér er Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson og fékk hann hana vitaskuld með kveðju frá skólasafninu. Þess má geta að Kacper kemur oft á bókasafnið og er áhugasamur og duglegur lesandi.