Á stofujólum eru afhentir vinningar í jólabókaleik skólasafnsins. Að þessu sinni duttu í lukkupottinn þau Edward Ingi Scott 3. bekk, Sara Björk Árnadóttir 7. bekk og Árni Már Hauksson 8. bekk.
Jólabókaleikurinn fer þannig fram að nemendur skrifa nafn sitt og titil þeirrar bókar sem þá langar mest til að lesa á miða sem fer í stóran pott. Miðarnir eru í þremur litum; einn fyrir hvert stig – og einn vinningur á hvert stig. Val nemenda gefur ágæta vísbendingu um hvaða bækur þurfa að vera til í góðu upplagi á safninu! Lestur er bestur!