Jólaföndrið

Ritstjórn Fréttir

Nú líður að jólaföndrinu sem verður á fimmtudaginn kemur, 30. nóvember, milli klukkan 17.00 og 19.00. Jólaföndur Grunnskólans í Borgarnesi er stór fjölskylduviðburður þar sem allir nemendur og forráðamenn grunnskólans eru boðnir velkomnir í sameiginlegt jólaföndur sem skipulagt er af foreldrafélagi skólans. Starfsfólk skólans er hvatt til þess að líta við og auk þess er öðrum áhugasömum velkomið að taka þátt þótt þeir hafi ekki beina aðkomu að skólastarfinu. Nemendur og foreldrar 7. bekkjar sjá um veitingasölu.