Foreldrafélag grunnskólans stendur fyrir jólaföndri fimmtudaginn 1. desember. Föndrað verður í grunnskólanum frá klukkan 17:00 – 19:00 og piparkökur bakaðar í heimilisfræðistofunni. Heitt súkkulaði, kaffi og kökur verða á boðstólum og Tónlistarskólinn býður upp á lifandi tónlist. Kostnaði við þáttöku verður haldið algjöru lámarki og stór hluti föndurverkefna verður ókeypis. Stjórn foreldrafélagsins hvetur nemendur og fjölskyldur til þess að koma og eiga skemmtilega samverustund.