Fimmtudagurinn 20. desember markar lok skólastarfsins á þessu hausti. Stofujól hefjast klukkan 9.00 en þá koma nemendur, kennarar og samstarfsfólk saman í bekkjarstofum og eiga góða stund. Að stofujólunum loknum verður haldið í íþróttahúsið þar sem jólaskemmtun skólans hefst um kl. 10.30. Þar verður margt til skemmtunar, m.a. verður fluttur helgileikur og dansað í kringum jólatréð. Allir eru velkomnir á jólaskemmtunina.
Skólabílar fara síðan klukkan 11.40 frá íþróttahúsinu bæði um bæinn og í sveitirnar. Skólabíll að morgni verður kl. 8.45 í Sandvík og fer skólabílshringinn.
Kennsla hefst að nýju, samkvæmt stundaskrá, fimmtudaginn 3. janúar 2019.