Jólagleði og jólafrí

Ritstjórn Fréttir

Jólagleði grunnskólans verður þriðjudaginn 20. des. og hefst með stofujólum kl. 9:00. Jólaskemmtunin í íþróttahúsinu hefst kl. 10:30 og eru foreldrar og forráðamenn velkomnir á skemmtunina. Nemendur 3. og 4. bekkjar flytja helgileik og söng og 6. og 10. bekkur sjá um önnur skemmtiatriði. Loks verður dansað kringum jólatré og heimferð er áætluð um klukkan 11:45.
Skólabílar verða á ferðinni innanbæjar að morgni kl. 8:35 og 8:50 og fara svo frá íþróttahúsinu kl. 11:50 bæði í sveitirnar og um bæinn.
Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar.
Grunnskólinn í Borgarnesi óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.