Nemendur annars bekkjar syngja lagið Það snjóar við undirleik Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur tónmenntakennara. Með þessum fallega söng óskar starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi nemendum, fjölskyldum þeirra og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar.