Jólaleyfi

Ritstjórn Fréttir

Stofujólin verða haldin hátíðleg föstudaginn 18. desember. Þá koma nemendur saman í bekkjarstofum og gera sér glaðan dag en hefðbundin jólaskemmtun fellur niður vegna aðstæðna í samfélaginu.  Að stofujólunum loknum hefst jólaleyfi nemenda og starfsfólks. Mánudagur 4. janúar 2021 verður starfsdagur en kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar. Grunnskólinn óskar vinum og vandamönnum gleðilegra jóla, árs og friðar.