Um árabil hefur jólaskemmtun grunnskólans verið haldin í íþróttahúsinu. Þar hefur ýmislegt verið til skemmtunar; m.a. helgileikur í umsjón yngri barna og dans í kringum jólatréð. Vegna aðstæðna sem öllum eru kunnar verður ekki hægt að halda jólaskemmtunina með hefðbundnum hætti að þessu sinni. Nemendur og kennarar deyja þó ekki ráðalausir og nú standa yfir æfingar fyrir jólaskemmtun sem tekin verður upp og sýnd á stofujólunum þann 18. desember. Myndin er tekin á æfingu á helgileiknum.