Jólaútvarp hefst í dag

Ritstjórn Fréttir

Útsendingar jólaútvarpsins hefjast í dag og standa til föstudagsins 14. desember.  Efnið má nálgast á www.spilarinn.is eða hér hægra megin á síðunni. Dagskráin hefst kl. 10:00 alla dagana og stendur til kl. 23:00. Fyrri hluta dags verður útvarpað efni sem yngri nemendur skólans hafa nú þegar hljóðritað en seinni hluta dags verða eldri nemendur með sína þætti í beinni útsendingu. Vinnan við jólaútvarpið er hluti af námi í íslensku og upplýsingatækni. Fréttastofa jólaútvarpsins greinir frá því sem efst er á baugi hverju sinni og að vanda lýkur hún störfum með þættinum „Bæjarmálin í beinni“ á föstudag.

Dagskrá-Jólaútvarps jólin 2018