Opið hús – Kaffihús

Ritstjórn Fréttir

Í dag er opið hús í skólanum þar sem kostur gefst á að skoða vinnu nemenda. Gómsætar kræsingar verða í boði á kaffihúsi 9. bekkjar sem verður opið gestum og gangandi í dag. Fagurlega skreyttar bollakökur, kleinur, snúðar o.fl. Kaffi eða safi og tvær kökur að eigin vali kosta 500 krónur. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda.

Vilhjálmur Ingi og Alexander Jón standa vaktina á kaffihúsinu