Kertaganga á þrettándanum

Ritstjórn Fréttir

Á aðventunni þurfti að fresta hinni árlegu kertagöngu frá skóla í Skallagrímsgarð vegna veðurs. Nú er stefnt að því að fara í kertagönguna á þrettándanum, þann 6. janúar næstkomandi. Nemendur leggja af stað frá skólanum kl. 8.30 í fylgd kennara og annars starfsfólks. Vinabekkir ganga saman. Í Skallagrímsgarði verður kveikt á kertum, sungið og boðið upp á piparkökur. Nemendur þurfa að hafa með sér krukku og kerti að heiman.