Kertaganga í góðu veðri

Ritstjórn Fréttir

Hin árlega kertaganga grunnskólans fór fram í kyrru og fallegu veðri í morgun. Vinabekkir gengu saman frá skólanum og allir báru logandi sprittkerti í krukkum eða vasaljós. Í Skallagrímsgarði var svo dansað kringum jólatréð við harmonikkuleik Steinunnar Pálsdóttur og boðið var upp á gómsætar piparkökur.