Kertaganga

Ritstjórn Fréttir

Sú skemmtilega hefð hefur verið við lýði um árabil að á aðventu ganga nemendur skólans niður í Skallagrímsgarð með logandi kerti, eiga þar samverustund og syngja og ganga kringum jólatréð. Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að fara í kertagönguna á nýliðinni aðventu. Því var brugðið á það ráð að hefja fyrsta skóladaginn á nýju ári með göngunni og syngja áramótalög í stað jólalaga. Vinabekkir gengu saman í ausandi rigningu en hún skyggði ekki á gleðina.  Að göngu lokinni var boðið upp á kakó, piparkökur og mandarínur í sal skólans.