Kórónaveiran – viðbrögð

Ritstjórn Fréttir

Leiðbeiningar frá embætti Landlæknis um hvernig vernda beri nemendur í skólum þegar smitsjúkdómar geisa hafa verið settar upp á kennarastofum og leiðbeiningar um handþvott hafa verið settar upp á öllum salernum. Kennarar hafa fengið upplýsingar um kórónaveiruna og munu að fjalla um málið  af yfirvegun þegar tækifæri gefast. Nemendur hafa verið fræddir um mikilvægi handþvottar og sýndar aðferðir við handþvott. Sérstaklega er vandað til þrifa í skólanum og álagsfletir sótthreinsaðir reglulega. Handspritt er aðgengilegt.

Neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir. Skólar munu þó halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er og vonandi kemur ekki til lokunar þeirra. Komi til þess að nemendur eða starfsfólk verði sent heim vegna sóttvarnarráðstafana verður gripið til fjarkennslu og hugað að því að nemendum bjóðist stuðningur námsráðgjafa og annarra fagaðila eftir því sem því verður við komið.

Starfsfólk skólans vinnur nú að viðbragðsáætlunum komi til lokunar eða annarra sóttvarnarráðstafana.