Kræsingar í matinn

Ritstjórn Fréttir

Gert hefur verið samkomulag við fyrirtækið Kræsingar ehf. um skólamáltíðir tvisvar í viku. Í dag kom í fyrsta skipti matur frá Kræsingum í skólann. Það er skemmst frá því að segja að almenn ánægja var með steikta fiskinn sem var á borðum og fyrirkomulagið gekk vel. Enn er hægt að skrá nemendur í mat fram á miðvikudagskvöld með því að senda póst á guddis@grunnborg.is. Eftir það þurfa skráningar að berast fyrir 20. hvers mánuðar, bæði úr og í mat. Ekki er hægt að panta aðeins eina máltíð í viku.
Þegar svo hittist á að nemendalaus dagur er á mánudegi eða miðvikudegi verður matur næsta föstudag á eftir (sjá skóladagatal á heimasíðu skólans). Það gerist í þessari viku vegna foreldraviðtala þannig að það verður matur föstudaginn 12. október.
Dagarnir sem um ræðir eru: 12. október, 9. nóvember, 18. janúar og 8. mars.