Krufning og brjóstsykursgerð

Ritstjórn Fréttir

Í gær fór fram krufning í náttúrufræði hjá Hildi. Krufningin er gerð í tenglsum við námsefnið um mannslíkamann. Það var 9. bekkur sem reið á vaðið og fengu þau að skoða inn í hjörtu, lifur og nýru ásamt því að fá að blása í lungu.

Á sama tíma á neðri hæð skólans fór fram allt önnur krufning. Þar voru stelpur úr 10.bekk að hefja jólalotu í heimilisfræði hjá Jóhönnu og æfðu þær sig í að útbúa gúmmelaði f. jólin s.s eins og brjóstsykur og voru gerðar tilraunir til að sykurhúða epli.