Kvenfélag Borgarness styrkir skólasafnið

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu færði Kvenfélag Borgarness skólasafninu 75 þúsund krónur að gjöf til þess að kaupa bækur á pólsku. Á myndinni má sjá hluta þeirra bóka sem keyptar voru. Útsöluverð bókanna er meira en helmingi lægra en sömu bóka í íslenskri þýðingu. Bókakostur skólasafnsins á pólsku hefur því aukist til muna en á annan tug pólskumælandi barna stundar nú nám við skólann. Við færum kvenfélaginu kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hlýhuginn  sem það sýnir skólasafninu.