Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur boðið öllum nemendum 9. og 10. bekkja í grunnskólum á sýningu á kvikmyndinni Eiðnum. Myndin, sem var frumsýnd í september 2016, hefur hlotið góða dóma áhorfenda og gagnrýnenda. Leikstjóri er Baltasar Kormákur sem einnig skrifaði handrit ásamt Ólafi Egilssyni. Í myndinni segir frá föður sem grípur til örþrifaráða þegar honum verður ljóst að dóttir hans á unglingsaldri er komin í slæman félagsskap og neyslu fíkniefna.
Myndin verður sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi fimmtudaginn 19. janúar og verður lagt af stað frá skólanum kl.10.30. Að sýningu lokinni mun Baltasar Kormákur ræða við nemendur.