Kynning á skólastefnu Borgarbyggðar 2016 – 2010

Ritstjórn Fréttir

Skólastefna Borgarbyggðar verður kynnt í Hjálmakletti fimmtudaginn 6. október næstkomandi. Dagskráin hefst á því að Magnús Smári Snorrason, formaður fræðslunefndar sveitarfélagsins, kynnir nýútgefna skólastefnu Borgarbyggðar fyrir árin 2016 – 2020. Að því búnu flytur dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands erindi sem hann nefnir Framtíðarskólinn – Hvað bíður nemenda? Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fjallar um skólaforeldra og stuðning foreldra við nám og skólastarf. Í lokin verða almennar umræður og fyrirspurnir. Dagskráin stendur yfir frá kl. 20.00 – 22.00.