Kynningarfundir fyrir foreldra og forráðamenn

Ritstjórn Fréttir

Að vanda verða foreldrar og forráðamenn boðaðir á fundi með umsjónarkennurum þar sem vetrarstarfið verður kynnt. Í þessari viku verða tveir fundir; annars vegar hjá 4. bekk miðvikudaginn  31. ágúst kl. 17.30 og hins vegar hjá 1. bekk fimmtudaginn 1. september kl. 17.00. Umsjónarkennarar 4. bekkjar eru Jónína Laufey Jóhannsdóttir og Margrét Skúladóttir. Umsjónarkennarar 1. bekkjar eru Anna Sigríður Guðbrandsdóttir og Sæbjörg Kristmannsdóttir.