Lærdómsrík og skemmtileg dvöl í skólabúðum

Ritstjórn Fréttir

Um árabil hafa nemendur í 7. bekkjum átt þess kost að dvelja í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Vegna alheimsfaraldursins varð að hætta við dvölina á síðasta skólaári – eins og reyndar svo margt annað.  Nemendur 8. bekkjar dvöldu því ásamt umsjónarkennurum sínum í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði dagana 27. sept – 1. okt.  Þar var starfað og leikið með nemendum úr öðrum skólum; m.a. Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugagerðisskóla, Heiðarskóla, grunnskólunum á Hólmavík og Reykhólum og Auðarskóla í Búðardal. Dvölin gekk að óskum og var afar ánægjuleg að sögn. Vel viðraði til útivistar en á  þriðjudaginn gerði þó aftakaveður með mikilli snjókomu. Krakkarnir létu það ekki á sig fá og voru reyndar vonsviknir yfir því hve snjóinn tók fljótt upp. Á meðfylgjandi mynd stillir allur hópurinn sér upp fyrir myndatöku í íþróttahúsinu.