Leikskólabörn, sem hefja nám við grunnskóla í haust, munu heimsækja skólann vikulega fram í mars. 33 börn frá Uglukletti og Klettaborg koma í skólann í 4 hópum og hverjum hópi fylgja tveir leikskólakennarar. Börnin fara gönguferð um skólann með skólastjóra, í kennslustundir í 1. bekk (stærðfræðismiðjur), jóga og slökun í Búbblunni, list- og verkgreinar og heimsókn á bókasafn. Þá fara þau í ávaxtastund og frímínútur.