Lesið úr æsispennandi bókum

Ritstjórn Fréttir

Á aðventu setja nýútkomnar jólabækur svip á skólastarfið og rithöfundar lesa úr verkum sínum. Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal Benediktssynir komu í heimsókn í skólann í dag og lásu úr nýjum bókum sínum. Ævar las úr bókinni Þinn eigin tölvuleikur  fyrir 4. – 7. bekk og Guðni úr bókunum Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjallara og Hundurinn með hattinn fyrir 1. – 3. bekk. Japanska listakonan Ryoko Tamura sem myndskreytti fyrrnefndu bókina hans Guðna var með í för. Nemendur kunnu vel að meta heimsóknina, hlustuðu af athygli og báru upp góðar spurningar til höfundanna í lokin.

Þó er lokið heimsóknum rithöfunda fyrir þessi jól en auk bræðranna hafa þau Arndís Þórarinsdóttir, Árni Árnason, Hjalti Halldórsson og Sigrún Elíasdóttir lesið fyrir börnin á undanförnum vikum. Þá hefur Anna á skólasafninu farið í bekki og kynnt nýjar bækur. Heimsóknir höfunda og upplestur  eru mikils virði og hafa sannarlega lestrarhvetjandi áhrif.