Lestrarátak hafið

Ritstjórn Fréttir

Lestrarátak stendur nú yfir meðal nemenda á yngsta og miðstigi. Að þessu sinni snýr átakið aðallega að lesskilningi.  Nemendur fá hefti með lesskilnings- og hraðlestrartextum og verkefnum með sér heim og þess er vænt að foreldrar og forráðamenn taki virkan þátt í átakinu. Þegar nemendur hafa lesið heima vinna þeir verkefni tengd textunum.

Til þess að ná góðum tökum á lestri þarf meiri lestrarþjálfun en hægt er að veita í skólunum. Heimalestur er því afar mikilvægur og foreldrar og forráðamenn gegna stóru hlutverki við þjálfunina. Góð lestrarkunnátta skiptir miklu máli til framtíðar; hvort sem er í leik, námi eða starfi.