Lestrarmánuður

Ritstjórn Fréttir

Október er sérstaklega tileinkaður lestri í skólanum okkar og af því tilefni er efnt til lestrarátaks á öllum stigum. Hraðlestrarnámskeið verður haldið í 2. – 10. bekk. Það byggir á því að nemendur lesa heima í viðbót við venjulegan heimalestur, þrisvar sinnum eina mínútu á dag og telja lesin orð. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að taka þátt í átakinu með skólanum. Nemendur fá sérstök hraðlestrarhefti til þess að lesa í heima og lagt er til að foreldrar og nemendur geri eitthvað skemmtilegt saman þegar nemandi hefur lokið við að lesa alla texta í heftinu. Einnig má fylla út í línurit sem fylgir heftunum og skrásetja framfarirnar með þeim hætti.