List fyrir alla

Ritstjórn Fréttir

Fiðurfé og fleiri furðuverur er tónlistardagskrá með leikrænu ívafi sem flutt var af þríeykinu Tríópu fyrir nemendur á yngsta stigi í morgun. Börnin fengu þar að kynnast m.a hinum hugprúða Haraldi kjúklingi, skrímsli undir rúmi sem tekur til í leiðinni, froski bankaræningja og þykka hornum græna sem má nota sem rennibraut. Skyggnst var inn í ævintýraveröld í búðinni hans Mústafa en samnefndur ljóðaflokkur er eftir Gunnstein Ólafsson við ljóð Jakobs Martin Striid í þýðingu Friðriks H. Ólafssonar. Þá voru fluttir 3 dúettar eftir Hildigunni Rúnarsdóttir við ljóð Davíðs Þórs Jónssonar úr ljóðabókinni Vísur fyrir vonda krakka. Loks voru flutt 6 lög eftir Tryggva Baldvinsson úr ljóðaflokknum Heimsk ringla eftir Þórarin Eldjárn.

Tríópa er skipuð þeim Hallveigu Rúnarsdóttur og Jóni Svavari Jósefssyni söngvurum og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. Þau hafa starfað saman um árabil og flutt mismundandi dagskrár fyrir börn víða um land.

Þetta var sannarlega skemmtileg dagskrá og ekki bar á öðru en að viðstaddir kynnu vel að meta.