Ljósberi 2016

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi hlaut Ljósbera 2016, viðurkenningu sveitarfélagsins Borgarbyggðar, fyrir að veita einstaklingum með fötlun atvinnu allt árið. Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri afhenti viðurkenninguna í Skallagrímsgarði á Sauðamessu. Þetta er annað árið í röð sem skólinn hlýtur þessa viðurkenningu.