Ljósin tendruð á jólatrénu

Ritstjórn Fréttir

Nemendur fyrsta bekkjar grunnskólans fengu þann heiður að tendra ljósin á jólatrénu í Skallagrímsgarði í byrjun aðventu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna samkomu á fyrsta sunnudegi í aðventu í garðinum og því brugðið á það ráð að bjóða fyrstubekkingum að hefja skólavikuna með því að kveikja ljósin á þessu glæsilega tré. Nemendur höfðu gaman af og tóku vel á móti jólasveinunum sem heiðruðu þá með nærveru sinni og söng.