Nú styttist í lok skólaársins og vorferðalög setja svip á skólastarfið. 10. bekkur fór á þriðjudag í tveggja daga ferð norður í Skagafjörð. Aðrir árgangar hafa farið í styttri vorferðir; svo sem í Hafnarskóg og á Seleyrina og í Einkunnir. Einnig hafa vinabekkir hist og 8. og 9. bekkir buðu nemendum 7. bekkjar í heimsókn á unglingastigið.
Skólaslit verða föstudaginn 5. júní og fara þau að venju fram í Skallagrímsgarði og nágrenni. Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvíkinni kl. 08:40 og tilbaka um klukkan 11:30. Einnig verður skólaakstur úr dreifbýli í samræmi við tímasetningar. Brautskráning nemenda í 10. bekk hefst svo klukkan 18:00 í Hjálmakletti.