Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi var haldin í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit þann 16. mars sl. Alls tóku 13 nemendur úr Auðarskóla, Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólanum í Borgarnesi þátt. Upplestrarkeppnin er ekki keppni í venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni þar sem höfuðáhersla er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af og fái þjálfun í upplestri og framsögn.

Emelía Ýr Gísladóttir úr Grunnskólanum í Borgarnesi hreppti fyrsta sæti, Ísak Daði Eðvarðsson úr Grunnskólanum í Borgarnesi hreppti annað sætið og Díana Ottesen úr Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit varð í þriðja sæti.

Í dómnefnd sátu Dagný Hauksdóttir formaður fræðslunefndar Heiðarskóla, Hjördís Hjartardóttir sérkennari á Akranesi og Ingunn Stefánsdóttir skrifstofustjóri Hvalfjarðarsveitar.