Má bjóða þér Sirkus?

Ritstjórn Fréttir

Íslenski sirkusinn Hringleikur og tékkneski sirkusinn Circus Trochu Inak fengu styrk frá nokkrum Evrópulöndum fyrir verkefni sem komið var með í skólann í vikunni. Hóparnir hafa verið virkir bæði í fjölskyldusýningum og æskulýðsstarfi um áraraðir. Markmiðið er að kynna sirkuslist þar sem fólk á ekki greiðan aðgang að henni og að ungt fólk fái hugmyndir um að það er hægt að gera margt sniðugt í lífinu. Það voru einungis fjórir skólar á Íslandi sem fengu að taka þátt, þannig að við vorum mjög heppin.

Verkefnið stóð yfir í tvo daga. Dagskráin var þannig að fyrri daginn fengu nemendur í 5. – 10. bekk leiðsögn í félagafimleikum, dansi og jöggli og áttu þá í framhaldi kost á að taka þátt í sýningu sem var fyrir hádegið á fimmtudegi. Það voru um 45 nemendur af 200 nemendum miðstigs og unglingastigs sem héldu áfram og undirbjuggu sýningu undir leiðsögn listamannanna. Öllum nemendum og starfsfólki skólans var boðið á sýninguna og það er skemmst frá að segja að listamönnunum var mjög vel tekið og fólk skemmti sér konunglega. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir komuna