Marinó Þór náði öðru sæti í stærðfræðikeppninni

Ritstjórn Fréttir

Marinó Þór Pálmason, nemandi í 9. bekk, hreppti annað sætið í sínum aldursflokki í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Keppnin, sem nú var haldin í 19. sinn, fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 24. mars síðastliðinn. Keppendur voru nemendur í 8., 9. og 10. bekkjum. Við óskum Marinó Þór til hamingju með glæsilegan árangur.