Eins og flestum mun kunnugt er nú dregið úr ýmsum hömlum sem hafa ríkt að undanförnu. Fjölda- og nándartakmörk hafa verið afnumin í matsal. Matartímar verða því að nýju samkvæmt stundaskrá og boðið verður upp á morgunverð frá og með þriðjudeginum 1. febrúar. Komi upp smit á heimili fara börn í sóttkví og mæta ekki í skólann.