Miðstigsleikar

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 29. ágúst verða miðstigsleikar 5. – 7. bekkja haldnir á íþróttavellinum í Borgarnesi. Mótið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 14.00. Nemendur miðstigs fá morgunhressingu snemma og verða ávextir tilbúnir 9:15. Hádegismatur verður í formi nestis sem hver og einn sér um fyrir sig.

Miðstigskennarar verða með nemendum sínum á meðan á leikunum stendur.

Miðstigsleikarnir eru skólamót fyrir nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla, Laugagerðisskóla, Auðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Reykhólaskóla. Strákar byrja í kattspyrnu og stelpur í frjálsum og síðan er nestishlé og skipting.
Keppt verður í fjórum greinum í frjálsum; 60 m og 600 m hlaupi, kúluvarpi og langstökki. Einnig verður keppt í 7 manna fótbolta. Hver skóli má senda fjögur lið, tvö strákalið og tvö stelpulið, með leikmönnum úr 5. – 7. bekk. Hver leikur verður 2×6 mín.

Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir að koma og fylgjast með.