Hið árlega frjálsíþróttamót nokkurra skóla á Vesturlandi, miðstigsleikarnir, fóru fram á íþróttavellinum í Borgarnesi þann 29. ágúst. Nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugagerðisskóla, Auðarskóla, Reykhólaskóla og Heiðarskóla kepptu í ýmsum íþróttagreinum; m.a. langstökki, kúluvarpi, hlaupum og fótbolta. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á leikunum.





